Skip to main content

Nú hafa Kjarni, mannauðs- og launalausn frá Origo ehf. og Moodup starfsánægjumælingar sameinast í nýtt mannauðstæknifyrirtæki. Það félag hefur nú hlotið nafnið CORUS ehf. 

Tilgangur CORUS ehf. er að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum traustan samstarfsaðila fyrir öll mannauðs- og launamál. 

Hið nýja félag, CORUS ehf., mun taka formlega til starfa þann 1. janúar 2026 og við það tímamark flyst öll þjónusta Kjarna mannauðs- og launalausna yfir í hið nýja félag. Þar undir falla allir samningar við núverandi viðskiptavini Kjarna. 

Kennitala Corus byggir á kennitölu Moodup. Því verður ekki breyting á samningsaðila eða þjónustuveitanda Moodup, nema sú breyting að Moodup er hér eftir hugbúnaðarlausn frá Corus.   

Hvað þýðir þetta fyrir þig sem viðskiptavin?

  • Viðskiptavinir Kjarna: Frá 1. janúar 2026 tekur Corus ehf við allri þjónustu og öllum samningum við núverandi viðskiptavini Kjarna.  
  • Viðskiptavinir Moodup: Frá 1.janúar 2026 mun Moodup hugbúnaðurinn vera hluti af vöruframboði Corus ehf. Þar sem Corus byggir á kennitölu Moodup, þá verður engin frekari breyting hjá viðskiptavinum Moodup. 
  • Engin truflun verður á núverandi viðskiptasamböndum. Sama starfsfólk mun áfram sinna sölu og þjónustu á þessum vörum, Kjarna og Moodup, nú undir merkjum Corus.  
  • Sérstaða í mannauðstækni: Lausnir sem áður voru í boði hjá Origo og Moodup verða áfram fáanlegar, nú með enn skýrari fókus og sérhæfingu hjá Corus. 
  • Einn tengiliður fyrir mannauðstækni: Með því að sameina Moodup og Kjarna og þjónustu hjá Corus verður auðveldara fyrir þig að nálgast allar tengdar lausnir og þjónustu á einum stað. 
  • Við erum til þjónustu reiðubúin! Þjónustunetfang okkar er hjalp@corus.is. Við erum með sama símanúmer 516 1700.  
  • Persónuvernd: Okkur er umhugað um persónuvernd og gagnaöryggi. Á vef okkar má nálgast almenna skilmála Corus vegna þeirrar þjónustu sem veitt er ásamt skilmálum vegna vinnslu persónuupplýsinga þar sem unnið er með upplýsingar fyrir hönd viðskiptavina. 

Á vef Corus er hægt að nálgast upplýsingar um lausnir okkar – Kjarna, Moodup og Rúnu.