Skip to main content

Vinnslulýsingar Corus ehf.

Hér að neðan má finna lýsingar á vinnsluaðgerðum sem CORUS ehf. kann að hafa með höndum, sem vinnsluaðili, fyrir hönd viðskiptavinar. Í þessum tilvikum kemur viðskiptavinur fram sem ábyrgðaraðili.

Athuga skal að hér er um að ræða lýsingu á öllum helstu þjónustum CORUS ehf., og því eiga ekki allar lýsingar við um hvern viðskiptavin, heldur aðeins lýsingar á þeim þjónustum sem viðskiptavinur kaupir af CORUS ehf. hverju sinni.

Fyrir hverja vinnslulýsingu hér að neðan má finna upplýsingar um flokka persónuupplýsinga, flokka skráðra einstaklinga, undirvinnsluaðila og upplýsingar um hvort miðlun persónuupplýsinga utan EES eigi sér stað, í tengslum við hverja og eina þjónustu CORUS ehf.

Í vinnslulýsingum er vísað til CORUS ehf. sem „vinnsluaðila“ og viðskiptavinar sem „ábyrgðaraðila“.

1. Vinnslulýsingar fyrir Kjarna

1.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Vinnsluaðili sér um hýsingu á kerfinu fyrir hönd ábyrgðaraðila, auk þess sem vinnsluaðili kann að hafa aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð sem veitt er ábyrgðaraðila.

1.2 Flokka skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili setur inn í kerfið. Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:

Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:

  • Samskiptaupplýsingar
  • Afrit af ráðningarsamningi/verktakasamningi
  • Ferilskrá
  • Upplýsingar um menntun og námskeið
  • Launaupplýsingar/afrit af reikningum
  • Afrit af veikindavottorðum
  • Tilkynningar um vinnuslys
  • O.s.frv.

 Umsækjendur um störf hjá ábyrgðaraðila:

  • Umsóknargögn, s.s. afrit af ferilskrá, upplýsingar um starfsferil og menntun
  • Upplýsingar sem umsækjendur láta af hendi til ábyrgðaraðila

 Nánustu aðstandendur starfsmanna og eða meðmælendur:

  • Tengiliðaupplýsingar, þ.e. nafn, netfang og/eða símanúmer

1.3 Undirvinnsluaðilar

Vinnsluaðili nýtir eftirfarandi undirvinnsluaðila í tengslum við vinnsluna:

Origo ehf., kt. 450723-1690, Borgartúni 37, 105 Reykjavík
  • Hýsing og rekstur

Syndis ehf., kt. 580113-0600, Borgartúni 37, 105 Reykjavík

  • Vöktun á vöktunar- og beiðnakerfi og þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila. Í tengslum við þjónustuna hefur Syndis aðgang að IP tölum, tengiliðaupplýsingum og upplýsingum um efni beiðna úr beiðnakerfi.
  • Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf. Aðgangur Syndis ehf. getur náð til allrar þeirra upplýsinga sem vinnsluaðili vinnur fyrir hönd ábyrgðaraðila.

Pearl Iceland, kt. 450723-1260, Borgartúni 37, 105 Reykjavík

  • Bankamiðja sér um miðlun greiðslufyrirmæla milli Kjarna mannauðs- og launakerfis og viðskiptabanka viðskiptavinar.

Signicat Iceland ehf., kt. 510116-1000, Akralind 3, 201 Kópavogur

  • Sér um rafrænar undirritanir í Kjarna.

Microsoft Ireland Operations Limited, One Microsoft Place, South County Business Park, Leopardstown. Dublin 18, D18 P521, Ireland

  • Hýsing og vöruhús gagna fyrir viðskiptagreind (Power BI) er vistað í Microsoft Azure gagnaveri á Írlandi.

1.4 Miðlun upplýsinga utan Evrópskaefnahagssvæðisins

Engin miðlun upplýsinga utan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“) á sér stað.

 Komi til aðgangs upplýsinga í Bandaríkjanna, í ljósi þess að móðurfélag undirvinnsluaðila, Microsoft Ireland Operations Limited, hefur staðfestu í Bandaríkjunum, byggist slíkur flutningur á jafngildisákvörðuninni.

2. Vinnslulýsing fyrir starfsánægjukannanir

2.1 Tilgangur og eðli vinnslu

Á grundvelli þjónustusamnings tekur vinnsluaðili að sér greiningu á persónuupplýsingum starfsfólks ábyrgðaraðila, í þeim tilgangi að kanna starfsánægju starfsfólks og áhrifaþætti hennar. Í vinnslunni felst þannig greining, aðgangur og hýsing.

2.2 Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Þær tegundir persónuupplýsinga sem unnið er með eru ákveðnar af ábyrgðaraðila og eru breytilegar eftir því hvaða þjónustuþætti ábyrgðaraðili notar.

Þær upplýsingar sem einkum koma til greina eru eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á:

Starfsmenn ábyrgðaraðila og/eða verktakar ábyrgðaraðila:

  • Nafn
  • Kennitölur
  • Netföng
  • Símanúmer
  • Kyn
  • Starfsaldur
  • Svör við spurningum um starfsánægju og tengda þætti

2.3 Undirvinnsluaðilar

Vinnsluaðili nýtir eftirfarandi undirvinnsluaðila í tengslum við vinnsluna:

DigitalOcean EU B.V., Zekeringstraat 17A, 1014 BM Amsterdam, Netherlands 

  • Hýsing í gagnaveri í Hollandi.

2.4 Miðlun upplýsinga utan Evrópska efnahagssvæðisins

Engin miðlun upplýsinga utan Evrópska efnahagssvæðisins („EES“) á sér stað.