Skip to main content

Um Corus

Fyrir fólkið!

Corus ehf var stofnað þann 1. janúar 2026. Corus verður til í kjölfar ákvörðunar Origo og Skyggnis eignarhaldsfélags að stofna sér félag í kringum mannauðs- og launahugbúnaðinn Kjarna og sameina þá starfseiningu sem starfaði innan Origo við Moodup starfsánægjumælingar.

Kjarni og Moodup eru leiðandi lausnir í mannauðstækni á Íslandi og sameining þeirra í sjálfstætt félag veitir þessum teymum meira sjálfstæði og fókus til þess að vaxa enn frekar á þessu sviði. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi hugbúnað og þjónustu til að þeir geti sett fólkið sitt í forgang.

Við fögnum breytingum og viljum bjóða fólki eitthvað nýtt í sönnum nýsköpunaranda.

Við þekkjum áskoranir viðskiptavina okkar, vitum hvernig hjartað slær í starfsemi þeirra og hvernig við getum komið að liði við að skapa gott jafnvægi svo mannauður og rekstur dafni sem best.

Við erum frumkvöðull sem vinnur að því alla daga að einfalda líf og störf viðskiptavina með nýjum lausnum sem efla samhljóminn í starfsemi viðskiptavina.

Við bjóðum allt fyrir fólkið.

Um nafn félagsins, Corus

Um leið og fyrir lá að við yrðum sjálfstætt félag var ákveðið að gefa fyrirtækinu nýtt nafn sem sameinaði okkar frábæru lausnir, Kjarna, Moodup og Rúnu launavakt. Við hófum stefnumótunarvinnu með öllu starfsfólki og settum af stað nafnasamkeppni. Nafnið CORUS varð fyrir valinu. Hugsunin í nafninu er samspil kjarna, hjarta, sálir og kór (samhljómur).

  • Kjarni (enska: core)
  • Hjarta (latína: cor)
  • Sálir (látina: cor)
  • Kór (chorus)

Fyrir fólkið

Mannauðstækni er okkar fag. En grunnurinn í starfinu er fólkið okkar.

Við erum framlenging á viðskiptavinum okkar og viljum þeim allt hið besta – þeirra árangur er okkar árangur.

Við erum að fjalla um dýrmætustu auðlind viðskiptavina okkar - fólkið.

Sama starfsfólk mun áfram sinna sölu, þróun og þjónustu Kjarna og Moodup, nú undir merkjum Corus.

Hugsunin í tákninu

  • Kjarni: Hjarta starfseminnar og sameiginleg miðja
  • Sameining: Nýtt vörumerki þriggja lausna sem koma saman
  • 3 x C: Form upphafsstafssins mynda táknið
  • Forritunartákn: Formin tákna mannauðinn og skipulag hans
  • Litrófið: Margbrotinn eins og litróf mannlífs

 

Untitled design5
Mannauðsdagur-moodup
Kjarni-afmæli3
Kjarni-afmæli1
Ráðstefna
Mannauðsdagur-kjarni
Halla-Davíð
Mannauðsdagur-moodup1
Ráðstefan1
Mannauðsdagur
Kjarni-afmæli