Skip to main content

Fersk launagögn með Rúnu launavakt

Rúna launavakt færir þér nýjustu launaupplýsingar á markaði, á aðgengilegan og skiljanlegan hátt svo þú getir tekið réttar ákvarðanir fyrir þitt fyrirtæki og starfsfólk.

Kjarni hero1

Taktu gagnadrifnar ákvarðanir í launasamtölum

 

Einfaldar og auðskiljanlegar skýrslur auðvelda þér að máta eigin mannauð við markaðinn.

Gögn eru flokkuð eftir samræmdu flokkunarkerfi ÍSTARF95 og eru gögnin send beint frá launakerfum.

Aukið gagnsæi á markaðsgögnum styður við sanngjörn launakjör og veitir öryggi inn í launasamtal.

Rúnal2

Spurt og svarað

Algengar spurningar

Sækið þið og/eða geymið kennitölur eða aðrar persónugreinanlegar upplýsingar úr launakerfum?

Alls ekki.  Launþegum er úthlutað hlaupandi gervinúmeri og engar persónugreinanlegar upplýsingar eru mótteknar  Það þarf því ekki að hreinsa burt starfsmannanúmer, nöfn, kennitölur eða annað persónugreinanlegt. Þær upplýsingar koma einfaldega ekki með.

Hvernig eru gögnin sótt?

Það veltur á viðskiptavini.  Útbúin hefur verið vefþjónusta sem getur tekið á móti gögnum.  Fyrir viðskiptavini Kjarna verður í boði vefþjónusta og sjálfvirk gagnaskil sem er til einföldunar og eykur öryggi.

Verður ekki hægt að rekja sig niður á einstaka starfsmenn fyrirtækja með nokkurri nákvæmni?

Alls ekki. Með gögnunum tökum við á móti stöðu- og starfalýsingum auk deildar viðkomandi launþega en þessar upplýsingar eru einungis notaðar til sjálfvirkrar starfaflokkunar.  Áður en gögn fara í endanlegt gagnasafn eru þessar upplýsingar fjarlægðar.  Nákvæmur aldur og starfsaldur er uppreiknaður í aldursbil.

Enn fremur verða upplýsingar um einstaka fyrirtæki ekki aðgengilegar.  Við munum taka á móti gervinúmeri fyrirtækis og einungis verður hægt að greina markaðslaun eftir atvinnugreinum – aldrei einstaka fyrirtækjum.

Ef færri en 5 launþegar eru á bak við eitthvert niðurbrot eru upplýsingar ekki birtar fyrir þá samsetningu.

Hvaða upplýsingar verða sóttar?

Kyn, fæðingarár, starfsaldur, menntunarstig, ráðningategund, starfshlutfall, lífeyrissjóður, stéttarfélag, staða, starf, deild, ÍSTARF95 flokkun, ÍSTARF21 flokkun, yfirmaður eða ekki, atvinnugrein, grunnlaun og heildarlaun, launatímabil.

Staða, starf og deild veita miklar upplýsingar um starfsmann, þurfið þið þessar upplýsingar?

Þessar upplýsingar geta verið mjög lýsandi fyrir einstaka fyrirtæki og verða því aldrei hluti af endanlegu gagnasafni.

Hvaða víddir verða í endanlegu gagnasafni?

Starfaflokkar, kyn, starfsaldursbil, aldursbil, menntun, yfirmaður, atvinnugrein, launatímabil. Ef færri en 5 launþegar eru á bak við eitthvert niðurbrot eru upplýsingr ekki birtar fyrir þá samsetningu. 

Viltu vita meira um Rúnu?

Við erum alltaf til í samtal. Hvort sem þú vilt bóka kynningu eða fá ráðgjöf varðandi mannauðs- eða launamál, þá erum við til staðar.

Fylltu út formið til að hafa samband, við hlökkum til að heyra frá þér.