Það verður seint ofmetið hversu mikilvægt það er að halda utan um fólkið sitt. Starfsfólkið, hugvit þess og hæfileikar eru kjarninn í hverju einasta fyrirtæki.
Corus styður mannauðs-, launa- og stjórnendateymi með lausnum sem veita yfirsýn yfir mannauðinn og innsýn í líðan starfsfólks.
Nú hafa Kjarni, mannauðs- og launalausn frá Origo ehf. og Moodup starfsánægjumælingar sameinast í nýtt mannauðstæknifyrirtæki. Það félag hefur nú hlotið nafnið CORUS ehf.
Tilgangur CORUS ehf. er að bjóða íslenskum fyrirtækjum og stofnunum traustan samstarfsaðila fyrir öll mannauðs- og launamál.
Við vinnum með fjöldanum öllum af ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.
Púlsmælingar Moodup gefa okkur verðmæta innsýn í líðan starfsfólks í hverjum mánuði. Samanburður við aðra vinnustaði sýnir okkur hvar við getum gert ennþá betur. Moodup er lykilhluti af stefnu okkar um að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Finnur Oddsson
Forstjóri, HagarStarfsánægja og menning skiptir okkur miklu máli. Við höfum áður prófað aðrar lausnir, en aldrei áður hef ég kynnst jafn notendavænu og öflugu tóli. Það kom okkur einnig skemmtilega á óvart er hversu frábært svarhlutfall við erum að fá eftir að hafa innleitt Moodup.
Valur Þór Gunnarsson
Framkvæmdastjóri, TaktikalVið notum Moodup með frábærum árangri. Viðmótið er til fyrirmyndar og hjálpar okkur að viðhalda háu svarhlutfalli. Þá er einfalt að lesa úr niðurstöðum mælinga sem tryggir eftirfylgni og umbætur. Loks er þjónustan fyrsta flokks. Ég mæli hiklaust með Moodup fyrir allar stærðir og tegundir fyrirtækja.
Brynjar Már Brynjólfsson
Mannauðsstjóri, IsaviaMeð púlsmælingum Moodup gefst okkur tækifæri til að hlusta á raddir allra starfsmanna og nálgast þá á einfaldan hátt. Það skiptir okkur miklu máli að fá endurgjöf frá okkar starfsfólki til að gera sífellt betur og byggja upp góða fyrirtækjamenningu til framtíðar.
Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri, CoripharmaKjarni er að mínu mati besta mannauðs- og launakerfið á markaðnum í dag.
Ásmundur H. Jónsson
Forstöðumaður, PósturinnKjarni er einfalt í notkun, aðgengilegt og notendavænt. Kerfið auðveldar stjórnendum að hafa yfirsýn og aðgengi að mikilvægum gögnum. Með innleiðingu Kjarna hefur álag á mannauðssvið minnkað þar sem starfsfólk hefur núna aðgang að aukinni sjálfsþjónustu í gegnum starfsmannavef Kjarna.
Berglind Bergþórsdóttir
Mannauðsstjóra, AskjaFegurðin í þessu eru þessir fjölbreyttu möguleikar í kerfinu. Það eru mikil þægindi fólgin í því að geta aukið skýrslugjöf og annað til stjórnenda. Það auðveldar yfirsýn yfir t.d. tímafjölda, kostnað og útborganir.
Þröstur Magnússon
Starfsmannastjóri, RarikStarfsfólkinu okkar hefur gengið virkilega vel að aðlagast Kjarna, notendaviðmótið er mjög þægilegt. Þetta er einfalt fyrir stjórnendur í þeirra vinnu, það einfaldaði mikið úr því kerfi sem við vorum í áður.
Haukur Þór Arnarsson
Fyrrverandi deildarstjóri launadeildar, HafnarfjarðarbærKjarni hefur fært okkur alla helstu virkni sem nútíma launakerfi búa yfir.
Kristján H. Kristjánsson
Mannauðsstjóri, Slippurinn AkureyriAllar uppflettingar, launasamþykktir og skýrslugerðir eru sérlega þægilegar. Allt viðmót er mjög notendavænt og hjálpin sérlega auðlesin og gagnleg.
Bergþóra Hrund Ólafsdóttir
Chief HR Officer, LS RetailVið erum alltaf til í samtal. Hvort sem þú vilt bóka kynningu eða fá ráðgjöf varðandi mannauðs- eða launamál, þá erum við til staðar.
Fylltu út formið til að hafa samband, við hlökkum til að heyra frá þér.