Hjá Corus leggjum við áherslu á sjálfbæran, ábyrgan og gagnadrifinn rekstur þar sem tækni, mannauður og velferð fara saman. Sem mannauðstæknifélag berum við ríka ábyrgð gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og samfélaginu í heild, sérstaklega þegar kemur að áreiðanlegri launavinnslu, vernd viðkvæmra upplýsinga um starfsfólk og eflingu starfsánægju.
Sjálfbærnistefna Corus byggir á þremur meginstoðum:
félagslegum þáttum, umhverfisþáttum og gagnsæjum stjórnarháttum.
Corus leggur áherslu á velferð, starfsánægju, jafnrétti, starfsþróun og gagnadrifna stjórnun mannauðs.
Velferð og starfsánægja starfsfólks.
Við mælum starfsánægju og vellíðan í starfi með Moodup og fylgjum niðurstöðum eftir. Markmið okkar að vera yfir 8,5 í Moodup mælingum.
Ábyrg mannauðsgögn fyrir viðskiptavini.
Við styðjum viðskiptavini okkar í að taka upplýstar ákvarðanir um mannauð með áreiðanlegum gögnum úr okkar mannauðs,-launa og starfsánægjukerfum.
Jafnrétti og inngilding.
Corus vinnur markvisst að jafnrétti í launum, tækifærum og starfsþróun, óháð kyni, uppruna, aldri eða öðrum persónubundnum þáttum.
Corus vinnur að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda með stafrænum lausnum, vistvænum starfsháttum og ábyrgri búnaðarnotkun.
Stafræn skilvirkni og pappírslaus ferli.
Kjarni lausna Corus er stafræn starfsánægju, mannauðs- og launavinnsla sem dregur úr pappírsnotkun, óþarfa handavinnu og tvíverknaði. Okkar lausnir draga þannig úr kolefnisspori hjá okkur og viðskiptavinum okkar.
Ábyrg nýting tæknibúnaðar.
Corus leitast við að lengja líftíma tölvu- og tæknibúnaðar starfsfólks og tryggja ábyrga endurnýtingu búnaðar.
Vistvænar samgöngur.
Starfsfólk er hvatt til að velja vistvæna ferðamáta (ganga, hjóla, almenningssamgöngur) og nýta sér mánaðarlegan samgöngustyrk til að draga úr kolefnisspori.
Corus tryggir ábyrga, örugga og gagnsæja meðferð mannauðs- og launagagna og styður við upplýsta ákvarðanatöku viðskiptavina. Við tileinkum okkur heiðarleg samskipti og virðum trúnað í hvívetna.
Öryggi, persónuvernd og traust.
Okkur er umhugað um persónuvernd og gagnaöryggi. Við leggjum ríka áherslu á öflugt upplýsingaöryggi, reglubundna fræðslu og höfum sett skýrar verklagsreglur um meðferð viðkvæmra upplýsinga.
Viðskiptasiðferði.
Við leggjum áherslu á góða viðskiptahætti og komum fram af virðingu við viðskipavini, birgja og starfsmenn.
Við virðum þagnarskyldu og trúnað um allt það er varðar hagi viðskiptavina, starfsfólks og birgja.
Við nýtum okkur ekki upplýsingar sem okkur er treyst fyrir í störfum okkar í eigin þágu eða þágu tengdra aðila.
Við þiggjum ekki mútur.
Keðjuábyrgð.
Corus tryggir að allir starfsmenn og undirverktakar fái laun, starfskjör og önnur réttindi í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Corus gerir kröfur til birgja sinna um að laun og starfskjör séu í samræmi við gildandi kjarasamninga og lög. Jafnframt er gerð krafa til þeirra um að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif og stuðla að jafnrétti og mannréttindum.
Við framkvæmum árlegt mat á árangri stefnunnar út frá skilgreindum lykilmælikvörðum, greinum áhættur og tryggjum að sjálfbærni sé hluti af stefnumótun félagsins.
Sjálfbærnistefna Corus og helstu mælikvarðar eru uppfærð og birt árlega til að tryggja gagnsæi gagnvart starfsfólki, viðskiptavinum og samstarfsaðilum.