Mannauðsmælingar sem skila árangri. Moodup eflir stjórnendur, styrkir starfsumhverfið og bætir frammistöðu starfsfólks.
Við sendum fáar spurningar sem einfalt er að svara. Meðalsvartími er 1 mínúta og 19 sekúndur.
Þú skráir starfsfólk í mælingar í stjórnborðinu, hleður upp Excel-skjali eða tengir Moodup við launa- eða mannauðskerfi vinnustaðarins.
Starfsfólk getur svarað púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Þú stýrir tíðni og tegundum mælinga.
Stjórnendur bregðast við í gegnum fullkomið mælaborð með niðurstöðum í rauntíma. Þar sést strax hvar stærstu tækifæri til úrbóta liggja.
Við vinnum með fjöldanum öllum af ólíkum fyrirtækjum og stofnunum.
Púlsmælingar Moodup gefa okkur verðmæta innsýn í líðan starfsfólks í hverjum mánuði. Samanburður við aðra vinnustaði sýnir okkur hvar við getum gert ennþá betur. Moodup er lykilhluti af stefnu okkar um að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Finnur Oddsson
Forstjóri, HagarStarfsánægja og menning skiptir okkur miklu máli. Við höfum áður prófað aðrar lausnir, en aldrei áður hef ég kynnst jafn notendavænu og öflugu tóli. Það kom okkur einnig skemmtilega á óvart er hversu frábært svarhlutfall við erum að fá eftir að hafa innleitt Moodup.
Valur Þór Gunnarsson
Framkvæmdastjóri, TaktikalVið notum Moodup með frábærum árangri. Viðmótið er til fyrirmyndar og hjálpar okkur að viðhalda háu svarhlutfalli. Þá er einfalt að lesa úr niðurstöðum mælinga sem tryggir eftirfylgni og umbætur. Loks er þjónustan fyrsta flokks. Ég mæli hiklaust með Moodup fyrir allar stærðir og tegundir fyrirtækja.
Brynjar Már Brynjólfsson
Mannauðsstjóri, IsaviaMeð púlsmælingum Moodup gefst okkur tækifæri til að hlusta á raddir allra starfsmanna og nálgast þá á einfaldan hátt. Það skiptir okkur miklu máli að fá endurgjöf frá okkar starfsfólki til að gera sífellt betur og byggja upp góða fyrirtækjamenningu til framtíðar.
Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri, CoripharmaHjá flestum fyrirtækjum búa mannauðs- og launakerfi yfir mikilvægum upplýsingum um starfsmannahópinn. Á sama tíma gefa starfsánægjumælingar dýrmætar vísbendingar um líðan, samskipti og helgun starfsfólks.
En hvað gerist þegar slík gagnasöfn eru sameinuð?
afköst
fjarvistir
starfsmannavelta
Við erum alltaf til í samtal. Hvort sem þú vilt bóka kynningu eða fá ráðgjöf varðandi mannauðs- eða launamál, þá erum við til staðar.
Fylltu út formið til að hafa samband, við hlökkum til að heyra frá þér.