Skýrsla KPMG sýnir fram á umhverfislegan og fjárhagslegan ábata af innleiðingu mannauðs- og launakerfi Kjarna.
Hafnarfjarðarbær innleiddi Kjarna í apríl 2022 og fól í kjölfarið KPMG að meta ávinning af innleiðingu á mannauðs- og launakerfinu Kjarna og öðrum stafrænum umbreytingum. Niðurstöður rannsóknar KPMG sýndu fram á umhverfislegan og fjárhagslegan ábáta af innleiðingu Kjarna og öðrum stafrænum umbreytingum hjá sveitarfélaginu.
Með innleiðingu rafrænna undirritana og mannauðs- og launakerfi Kjarna hefur Hafnarfjarðarbær minnkað pappír í sinni starfsemi. Hefur koltvísýringslosun minnkað um 1,4 tonn á ári með undirritunum sem tengjast ráðninga- og starfslokaferlum. Einnig er utanumhald skjala mun skilvirkara og skjöl aðgengilegri á milli deilda.
Einn af stærstu ákvarðandi þáttum Hafnarfjarðarbæjar við val á mannauðs- og launakerfi var sjálfvirknivæðing kerfisins, þar sem sjálfvirknivæðingin einfaldar vinnu við ráðningar umtalsvert.
Hefur sú ákvörðun skilað Hafnarfjarðarbæ skýrum ábata, því álag á stjórnendur við hverja ráðningu hefur minnkað. Stjórnendur geta sinnt flestu sem viðkemur umsýslu ráðninga hraðar en áður og minnkar Kjarni vinnu í ráðninga- og starfslokaferlum verulega sem nýtast nú í frekari virðisskapandi verkefni innan Hafnarfjarðarbæjar.
Kjarni hefur veitt starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar sem kemur að ráðningum aukið gagnsæi og yfirsýn í ráðningum. Einnig hefur ráðningarferlið orðið skýrara og skilvirkara sem hefur skapað aukna ánægju stjórnenda og bætt ímynd Hafnarfjarðar sem vinnustaðar.
1,4 tonna losun koltvísýrings ígilda sparast árlega með því að taka upp rafrænar undirritanir við ráðninga- og starfslokaferla.
Kjarni minnkar vinnu í ráðninga- og starfslokaferlum sem nýtist í virðismeiri verkefni innan Hafnarfjarðarbæjar.
Það tekur 1,4 klst styttri tíma að birta starfsauglýsingu með Kjarna.
30 mínútur sparast við að uppfæra aðgangsstýringar við hver starfslok í sérfræði- og stjórnendastörfum.
Innleiðing á launahluta Kjarna tók Hafnarfjarðarbæ aðeins 2 mánuði. Við lok innleiðingar Kjarna gerði Haukur Þór Arnarsson, fyrrverandi deildarstjóri launadeildar Hafnarfjarðarbæjar, upp ávinninginn sem hann taldi að hafði hlotist:
"Þjónustan hefur verið virkilega góð, aðstoðin mikil í innleiðingarfasanum og það er bara mjög gott að vinna með Origo. Það sem okkur finnst þægilegast við Kjarna er notendaviðmótið, það er allt mjög einfalt fyrir stjórnendur í þeirra vinnu."
- Haukur Þór Arnarsson, fyrrverandi deildarstjóri launadeildar Hafnarfjarðarbæjar.
Kjarni býður upp á notendavænt vefviðmót ásamt snjallforriti. Vefviðmótið er stöðugt í þróun og fær viðbætur reglulega.