Hvernig nýtir þitt fyrirtæki gögn til að taka betri ákvarðanir? Fyrirtæki sem vinna markvisst með gögn eru í góðri stöðu til að taka betri ákvarðanir, bregðast hraðar við og ná meiri árangri. Með viðskiptagreind Kjarna eru öll helstu mannauðs- og launagögn aðgengileg á einum stað á skýru og myndrænu formi.
Viðskiptagreind Kjarna er öflug lausn fyrir fyrirtæki sem vilja nýta mannauðs- og launagögn á hagkvæman og skilvirkan hátt. Með því að sameina áreiðanleg gögn úr Kjarna við öflugt greiningartól geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum öðlast dýpri innsýn í mannauðsmálin, sparað tíma og tekið upplýstari ákvarðanir.
Viðskiptagreind Kjarna tengir gögn úr Kjarna við Microsoft Power BI, leiðandi lausn í gagnagreiningu, og gerir fyrirtækjum kleift að fá heildstæða yfirsýn yfir lykilmælikvarða í rauntíma.
Með viðskiptagreind Kjarna geta fyrirtæki:
Viðskiptagreind Kjarna hentar öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum, sem vilja:
Viðskiptagreind Kjarna veitir stjórnendum og mannauðsteymum skýra yfirsýn yfir lykilmælikvarða og tryggir að ákvarðanir séu byggðar á traustum gögnum. Með sjálfvirkri gagnasöfnun, myndrænum mælaborðum og rauntímaupplýsingum færð þú dýrmæta innsýn í mannauðinn. Þannig getur þú brugðist hratt við breytingum og bætt ákvarðanatöku.
Hvort sem þú vilt nýta tilbúnar skýrslur eða búa til þínar eigin, þá býður viðskiptagreind Kjarna upp á sveigjanlega lausn sem hentar öllum fyrirtækjum.