Geta gögn hjálpað til við að skilja raunverulegar þarfir starfsfólks? Að nýta gögn úr bæði Kjarna og Moodup opnar á ný tækifæri. Hér skoðum við hvernig heildstæð nálgun á mannauðsmál getur umbreytt ákvarðantöku, aukið starfsánægju og styrkt fyrirtækjamenningu.
Velferð starfsfólks og heilbrigt starfsumhverfi eru lykilþættir í farsælum rekstri fyrirtækja. Fyrirtæki sem leggja áherslu á reglulegar starfsánægjumælingar og vinna markvisst með niðurstöðurnar geta skapað betri vinnustaðamenningu og aukið bæði vellíðan starfsfólks og skilvirkni í starfi.
Með því að greina gögn úr bæði Kjarna og Moodup opnast á ný tækifæri. Þessi heildstæða nálgun veitir stjórnendum dýpri innsýn í samspil starfsánægju og þróun mannauðsmála innan fyrirtækisins, sem gerir þeim kleift að greina mynstur, sjá orsakasamhengi og móta stefnu í mannauðsmálum sem byggir á traustum gögnum.
Kjarni er heildstætt mannauðs- og launakerfi sem hefur þjónað íslenskum fyrirtækjum í rúman áratug. Kerfið spannar allt frá ráðningum til starfsloka og veitir stjórnendum, mannauðs- og launadeildum skýra yfirsýn yfir öll mannauðsmál á einum stað.
Moodup hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem öflug hugbúnaðarlausn til að bæta starfsánægju og vinnustaðamenningu. Yfir 100 stærri fyrirtæki og stofnanir á Íslandi nýta sjálfvirkar púlsmælingar, sérsniðnar kannanir og stjórnendamöt Moodup til að efla vinnustaðamenningu og bæta starfsánægju.
Með því að skoða gögn úr Kjarna og Moodup samhliða fá stjórnendur tækifæri til að greina þróun mannauðsmála á nýjan og dýpri hátt. Með gagnadrifinni nálgun er meðal annars hægt að:
Með því að bera saman upplýsingar úr báðum kerfum fá stjórnendur dýpri innsýn í þá þætti sem hafa raunveruleg áhrif m.a. á starfsánægju, starfsmannaveltu og frammistöðu, sem auðveldar ákvarðanatöku.
Fyrirtæki sem nýta bæði Moodup og Kjarna hafa einstakt tækifæri til að líta á mannauðsmál sem heildstætt viðfangsefni þar sem lykilþættir líkt og launamál, starfsþróun og starfsánægja eru hluti af sömu mynd. Með því að vinna með gögn úr báðum kerfum fá stjórnendur yfirsýn sem gerir þeim kleift að:
Gagnadrifin nálgun í mannauðsmálum hefur umbreytandi áhrif. Með því að nýta gögn úr Kjarna og Moodup saman opnast á áður óséð tækifæri til að skilja hvað hefur raunveruleg áhrif.
Fyrirtæki sem nýta þessa möguleika til fulls geta betur þróað markvissa mannauðsstefnu og unnið að því að skapa jákvæða vinnustaðamenningu sem styður við bæði starfsfólk og rekstur til lengri tíma.