Þessi grein byggir á erindi sem Hulda Ólafsdóttir Klein, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Norðuráls, og Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri Norðuráls, fluttu á notendaráðstefnu Kjarna 2025.
Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins og framleiðir yfir 300.000 tonn af áli árlega. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og samanstendur af iðnaðarmönnum, stjórnendum, sérfræðingum ásamt öðrum sérhæfðum störfum. Með 630 starfsmenn eru öryggis- og gæðamál í algjörum forgangi.
Sem fyrirtæki í stóriðju þarf Norðurál að fylgja ströngum stöðlum varðandi öryggi, gæði og umhverfismál. Þetta felur í sér að hafa nákvæma og örugga yfirsýn yfir hæfni og þjálfun alls starfsfólks.
"Það þarf að vera hægt að taka út hvern einasta starfsmann og staðfesta hæfni hans."
- Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri hjá Norðuráli.
"Við erum fyrst og fremst að hugsa um öryggi og gæðamál hjá okkur í þessu samhengi," segir Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri hjá Norðuráli. "Við erum að fylgja eftir mjög stífum stöðlum og það eru miklar kröfur gerðar til okkar þegar kemur að hæfnisskráningum."
Norðurál fylgir stöðlum eins og:
Áður en Norðurál tók upp Kjarna höfðu þau notað ýmsar aðferðir til að halda utan um hæfnisskráningar:
Helstu áskoranir Norðuráls í hæfnisskráningu voru:
Þegar fyrirtækið tók upp Kjarna í desember 2023 skapaðist tækifæri til að endurskipuleggja hæfnisskráninguna.
"Kjarni er auðvitað mannauðskerfi, þar eru allar upplýsingar um starfsfólkið okkar. Þannig á þetta að vera 'single source of truth'. Allt sem tengist starfsmanninum á að vera þarna," segir Hulda. "Vissulega var hægt að skrá hæfni og námskeið starfsmanna í kerfið, en okkur skorti sýn fyrir vaktstjórana okkar."
Norðurál vann með Origo að þróun á nýrri virkni í Kjarna til að mæta áskorunum sínum. Óskir Norðuráls voru að fá:
Lausnin sem þróuð var er samanburðarvirkni í Kjarna sem býður upp á betri yfirsýn og skilvirkari skráningu á hæfni starfsmanna.
"Fyrir vaktstjórana út á gólfi sem eru að fylgjast með öllu sínu fólki er þetta bara "game changer". Miklu betra en það var áður."
- Hulda Ólafsdóttir Klein, deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá Norðuráli.
Vaktstjórar geta nú haft yfirsýn yfir allt sitt starfsfólk og hæfni þess með litakóðuðu yfirliti. Hægt er að:
Innleiðing Kjarna hefur skilað Norðuráli margvíslegum ávinningi.
"Við erum núna í þeirri stöðu að við sjáum miklu betra yfirlit og við erum gríðarlega ánægð með það, og ég tel að þetta auki öryggi hjá okkur og hjálpi vaktstjórunum við sína vinnu.
- Hulda Ólafsdóttir Klein, deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá Norðuráli.
Norðurál er enn í góðu samstarfi við Origo um frekari þróun á virkninni.
"Það sem okkur vantar enn er fjöldaskráning," segir Hulda en bætir við að hún hafi trú á að sú virkni komi innan tíðar.
"Þetta snýst allt um samvinnu og að tala saman og finna bestu lausnirnar. Staðan er sú að ef við fáum lausn hjá okkur, þá kemur lausn fyrir alla sem eru að nota þetta kerfi, sem mér finnst alveg frábært."
- Hulda Ólafsdóttir Klein, deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá Norðuráli.